Skoda Octavia 20 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 10:04 Skoda Octavia. Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent
Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent