Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2016 20:00 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna. Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna.
Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10