Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2025 23:39 Logi Már Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Sýn Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum
Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent