Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2016 19:45 Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin, að þessu sinni í botni Stöðvarfjarðar. Aldursgreining fornleifa bendir til að þar hafi norrænir menn reist skála mjög skömmu eftir árið 800. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing. Eftir fjögurra vikna uppgröft á bænum Stöð virðast fornleifafræðingar undir stjórn Bjarna vera komnir niður á einhverjar mest spennandi mannvistarleifar sem fundist hafa hérlendis. Þær benda til þess að einhverjir hafi verið búnir að reisa þar skála minnst hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland.Fornleifarnar eru í túninu við bæinn Stöð í Stöðvarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„C-14 greiningin segir að þetta sé mjög skömmu eftir árið 800. Ég hef engar ástæður til að vantreysta þeirri greiningu,“ segir Bjarni. Mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. „Við erum farin að greina skálalaga hús með þykkum gólflögum,“ segir Bjarni. Þó vanti langeldinn en eldstæði sé hins vegar að koma í ljós við annan gaflinn út við vegg. Staðsetningin í botni Stöðvarfjarðar er athyglisverð, þar má finna skjólgóða höfn í þeim firði Íslands sem liggur einna næst Noregi og Bretlandseyjum. „Þetta er hánorræn húsagerð hérna. Gripirnir sverja sig í ætt við allt hið norræna svæði, sem nær náttúrlega til Bretlandseyja. En hvort það kom frá Bretlandseyjum, Noregi eða Norður-Noregi getum við ekkert sagt um, - ekki ennþá.“Gerð skálans bendir til að norrænir menn hafi reist hann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ýmsir markverðir smáhlutir hafa fundist, eins og brýni, perlur og skífur. Hringur og silfurmynt, sem fundust fyrir helgi, eru komin í forvörslu Þjóðminjasafns. Þá sýnir glerhallur að fólkið bjó til steináhöld. Þetta voru þó engir steinaldarmenn heldur fólk sem kunni að slá steina, segir Bjarni. „Þetta voru menn sem komu úr umhverfi þar sem þetta var stundað og það var til dæmis í Norður-Skandinavíu. Þar var áslátturstækni til dæmis hjá Sömum, svo ég nefni þá, án þess að ég vilji draga frekari ályktanir út frá því. En áslátturstækni lifir langt inn í nútímann þar.“Glerhallur sem ber greinileg merki þess að fólkið hafi búið sér til steináhöld.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bjarni telur ýmislegt benda til að þetta hafi ekki verið landnámsbær heldur útstöð, einskonar forveri landnámsins, eins og fundist hefur í Höfnum. „Svo er beinaþurrðin hrópandi, eins og í Höfnum. Þannig að ég hef grun um það að hér hafi ekki verið skepnuhald heldur að þetta sé árstíðabundin búseta, sem fólk kom til að ganga í þær auðlindir sem þetta umhverfi býður upp á,“ segir Bjarni. Fornleifauppgreftrinum lauk nú um helgina en Bjarni vonast til að fjárveitingar fáist til að halda áfram næstu sumur. Þetta sé margra ára verkefni að kanna hvað hér leynist undir. Í síðari hluta þáttaraðarinnar Landnemarnir á Stöð 2 í vetur verður haldið áfram að fjalla um upphaf Íslandssögunnar og ráðgátur landnámsins.Perlur sem notaðar voru sem skartgripir eru meðal muna sem fundist hafa. Sú stærri er úr kreólít og gæti verið ættuð frá Indlandi, að mati Bjarna, og hafi þá borist til Evrópu um verslunarleiðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fjarðabyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Hverjir byggðu Færeyjar löngu á undan víkingum? Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. 23. ágúst 2013 17:25 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin, að þessu sinni í botni Stöðvarfjarðar. Aldursgreining fornleifa bendir til að þar hafi norrænir menn reist skála mjög skömmu eftir árið 800. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing. Eftir fjögurra vikna uppgröft á bænum Stöð virðast fornleifafræðingar undir stjórn Bjarna vera komnir niður á einhverjar mest spennandi mannvistarleifar sem fundist hafa hérlendis. Þær benda til þess að einhverjir hafi verið búnir að reisa þar skála minnst hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland.Fornleifarnar eru í túninu við bæinn Stöð í Stöðvarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„C-14 greiningin segir að þetta sé mjög skömmu eftir árið 800. Ég hef engar ástæður til að vantreysta þeirri greiningu,“ segir Bjarni. Mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. „Við erum farin að greina skálalaga hús með þykkum gólflögum,“ segir Bjarni. Þó vanti langeldinn en eldstæði sé hins vegar að koma í ljós við annan gaflinn út við vegg. Staðsetningin í botni Stöðvarfjarðar er athyglisverð, þar má finna skjólgóða höfn í þeim firði Íslands sem liggur einna næst Noregi og Bretlandseyjum. „Þetta er hánorræn húsagerð hérna. Gripirnir sverja sig í ætt við allt hið norræna svæði, sem nær náttúrlega til Bretlandseyja. En hvort það kom frá Bretlandseyjum, Noregi eða Norður-Noregi getum við ekkert sagt um, - ekki ennþá.“Gerð skálans bendir til að norrænir menn hafi reist hann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ýmsir markverðir smáhlutir hafa fundist, eins og brýni, perlur og skífur. Hringur og silfurmynt, sem fundust fyrir helgi, eru komin í forvörslu Þjóðminjasafns. Þá sýnir glerhallur að fólkið bjó til steináhöld. Þetta voru þó engir steinaldarmenn heldur fólk sem kunni að slá steina, segir Bjarni. „Þetta voru menn sem komu úr umhverfi þar sem þetta var stundað og það var til dæmis í Norður-Skandinavíu. Þar var áslátturstækni til dæmis hjá Sömum, svo ég nefni þá, án þess að ég vilji draga frekari ályktanir út frá því. En áslátturstækni lifir langt inn í nútímann þar.“Glerhallur sem ber greinileg merki þess að fólkið hafi búið sér til steináhöld.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bjarni telur ýmislegt benda til að þetta hafi ekki verið landnámsbær heldur útstöð, einskonar forveri landnámsins, eins og fundist hefur í Höfnum. „Svo er beinaþurrðin hrópandi, eins og í Höfnum. Þannig að ég hef grun um það að hér hafi ekki verið skepnuhald heldur að þetta sé árstíðabundin búseta, sem fólk kom til að ganga í þær auðlindir sem þetta umhverfi býður upp á,“ segir Bjarni. Fornleifauppgreftrinum lauk nú um helgina en Bjarni vonast til að fjárveitingar fáist til að halda áfram næstu sumur. Þetta sé margra ára verkefni að kanna hvað hér leynist undir. Í síðari hluta þáttaraðarinnar Landnemarnir á Stöð 2 í vetur verður haldið áfram að fjalla um upphaf Íslandssögunnar og ráðgátur landnámsins.Perlur sem notaðar voru sem skartgripir eru meðal muna sem fundist hafa. Sú stærri er úr kreólít og gæti verið ættuð frá Indlandi, að mati Bjarna, og hafi þá borist til Evrópu um verslunarleiðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Fjarðabyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Hverjir byggðu Færeyjar löngu á undan víkingum? Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. 23. ágúst 2013 17:25 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Hverjir byggðu Færeyjar löngu á undan víkingum? Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. 23. ágúst 2013 17:25
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00