Guðni setti sjálfur milljón í framboð sitt Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 14:31 Guðni flytur innsetningarræðu sína. visir/eyþór Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira