Varar við fleiri árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2016 12:21 Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. Vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að fleiri hryðjuverkaárásir verði framdar í Frakklandi. Hann segir nýjar tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta landsins og núverandi forsetaframbjóðanda, ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sarkozy hefur gagnrýnt ríkisstjórn Frakklands fyrir að ganga ekki nægilega langt til að koma í veg fyrir árásir. Mikill viðbúnaður var í París í vikunni en lögreglan er sögð hafa komið í veg fyrir árás Íslamska ríkisins á lestarstöð í borginni. Valls segir að minnst tvær árásir hafi verið stöðvaðar í vikunni og að um 15 þúsund manns séu nú undir smásjá lögreglu og leyniþjónustu Frakklands.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum.Vísir/GraphicNewsÞar að auki hafi nærri því 700 franskir ríkisborgarar ferðast til Sýrlands og Írak og gengið til liðs við vígahópa. Þar af 275 konur og fjöldi barna. Vitað er að 196 franskir vígamenn hafi verið felldir í Sýrlandi og í Írak.Fleiri saklaus fórnarlömb Í Frakklandi hafa 1.350 manns verið til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök og 293 hafa verið fangelsaðir. „Árásirnar verða fleiri og fleiri saklaus fórnarlömb. Það er eitt af hlutverkum mínum að segja Frökkum sannleikann,“ sagði valls.Valls var í viðtali hjá Europe 1 útvarpsstöðinni og var hann spurður út í ummæli Sarkozy, sem vill stofna sérstaka dómstóla fyrir meinta vígamenn og franskir ríkisborgarar sem grunaðir eru um að vera vígamenn yrðu settir í sérstakar fangabúðir. Valls sagði forsetann fyrrverandi hafa rangt fyrir sér og sagði að undir stjórn Sarkozy yrðu árásirnar líklega fleiri. Hann sagði Sarkozy hafa vanmetið ógnina þegar hann var forseti og að hann hafi skaðað varnir ríkisins með niðurskurði. Valls gaf ekki mikið fyrir uppástungur Sarkozy um sérstakar fangabúðir og sagði að hugmyndin væri grimmileg. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að fleiri hryðjuverkaárásir verði framdar í Frakklandi. Hann segir nýjar tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta landsins og núverandi forsetaframbjóðanda, ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sarkozy hefur gagnrýnt ríkisstjórn Frakklands fyrir að ganga ekki nægilega langt til að koma í veg fyrir árásir. Mikill viðbúnaður var í París í vikunni en lögreglan er sögð hafa komið í veg fyrir árás Íslamska ríkisins á lestarstöð í borginni. Valls segir að minnst tvær árásir hafi verið stöðvaðar í vikunni og að um 15 þúsund manns séu nú undir smásjá lögreglu og leyniþjónustu Frakklands.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum.Vísir/GraphicNewsÞar að auki hafi nærri því 700 franskir ríkisborgarar ferðast til Sýrlands og Írak og gengið til liðs við vígahópa. Þar af 275 konur og fjöldi barna. Vitað er að 196 franskir vígamenn hafi verið felldir í Sýrlandi og í Írak.Fleiri saklaus fórnarlömb Í Frakklandi hafa 1.350 manns verið til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök og 293 hafa verið fangelsaðir. „Árásirnar verða fleiri og fleiri saklaus fórnarlömb. Það er eitt af hlutverkum mínum að segja Frökkum sannleikann,“ sagði valls.Valls var í viðtali hjá Europe 1 útvarpsstöðinni og var hann spurður út í ummæli Sarkozy, sem vill stofna sérstaka dómstóla fyrir meinta vígamenn og franskir ríkisborgarar sem grunaðir eru um að vera vígamenn yrðu settir í sérstakar fangabúðir. Valls sagði forsetann fyrrverandi hafa rangt fyrir sér og sagði að undir stjórn Sarkozy yrðu árásirnar líklega fleiri. Hann sagði Sarkozy hafa vanmetið ógnina þegar hann var forseti og að hann hafi skaðað varnir ríkisins með niðurskurði. Valls gaf ekki mikið fyrir uppástungur Sarkozy um sérstakar fangabúðir og sagði að hugmyndin væri grimmileg.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira