Stipe Miocic stóðst prófið á heimavelli Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. september 2016 11:45 Stipe Miocic klárar Overeem. Vísir/Getty Stipe Miocic tókst að verja þungvigtartitil sinn í nótt á UFC 203. Miocic kláraði Alistair Overeem í 1. lotu í frábærum bardaga. Aðalbardaginn á UFC 203 var stuttur en mjög skemmtilegur. Alistair Overeem tókst að kýla meistarann Stipe Miocic niður snemma í 1. lotu. Hann reyndi að fylgja högginu eftir með „guillotine“ hengingu en Miocic varðist vel og komst aftur á lappir. Stipe Miocic datt í gang eftir það og náði að hitta nokkrum góðum höggum á Overeem. Miocic greip spark frá Overeem og tók hann niður í gólfið þegar tæp mínúta var eftir af 1. lotunni. Í gólfinu veitti Miocic þung högg í gólfinu og rotaði Overeem eftir 4:27 í 1. lotu. Góð frammistaða hjá Stipe Miocic í sinni fyrstu titilvörn og hlaut hann mikinn stuðning á heimavelli í Cleveland þar sem bardagakvöldið fór fram.Fabricio Werdum og Travis Browne mættust í annað sinn og var bardaginn ansi undarlegur. Werdum byrjaði mjög vel og hafði yfirburði allan bardagann. Hann henti í mörg undarleg spörk og kollhnísa en sigurinn var þó aldrei í hættu. Werdum kýldi í fingur Browne í 1. lotu og datt fingur Browne úr lið. Browne óskaði eftir pásu og átti sér stað ákveðin ringulreið þar sem enginn vissi hvort bardaginn hefði verið stöðvaður eða ekki. Browne fékk smá pásu og kíkti læknirinn á fingurinn. Samkvæmt reglunum hefði Browne ekki átt að fá hlé líkt og hann fékk. Fyrrum heimsmeistarinn Werdum fór með sigur af hólmi eftir örugga dómaraákvörðun. Eftir bardagann hrópaði þjálfari Browne, Edmund Tarverdyan, einhverju að Werdum sem brást við með því að sparka í þjálfarann. Undarleg atburðarrás og undarlegur endir á bardaganum. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. 10. september 2016 21:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Stipe Miocic tókst að verja þungvigtartitil sinn í nótt á UFC 203. Miocic kláraði Alistair Overeem í 1. lotu í frábærum bardaga. Aðalbardaginn á UFC 203 var stuttur en mjög skemmtilegur. Alistair Overeem tókst að kýla meistarann Stipe Miocic niður snemma í 1. lotu. Hann reyndi að fylgja högginu eftir með „guillotine“ hengingu en Miocic varðist vel og komst aftur á lappir. Stipe Miocic datt í gang eftir það og náði að hitta nokkrum góðum höggum á Overeem. Miocic greip spark frá Overeem og tók hann niður í gólfið þegar tæp mínúta var eftir af 1. lotunni. Í gólfinu veitti Miocic þung högg í gólfinu og rotaði Overeem eftir 4:27 í 1. lotu. Góð frammistaða hjá Stipe Miocic í sinni fyrstu titilvörn og hlaut hann mikinn stuðning á heimavelli í Cleveland þar sem bardagakvöldið fór fram.Fabricio Werdum og Travis Browne mættust í annað sinn og var bardaginn ansi undarlegur. Werdum byrjaði mjög vel og hafði yfirburði allan bardagann. Hann henti í mörg undarleg spörk og kollhnísa en sigurinn var þó aldrei í hættu. Werdum kýldi í fingur Browne í 1. lotu og datt fingur Browne úr lið. Browne óskaði eftir pásu og átti sér stað ákveðin ringulreið þar sem enginn vissi hvort bardaginn hefði verið stöðvaður eða ekki. Browne fékk smá pásu og kíkti læknirinn á fingurinn. Samkvæmt reglunum hefði Browne ekki átt að fá hlé líkt og hann fékk. Fyrrum heimsmeistarinn Werdum fór með sigur af hólmi eftir örugga dómaraákvörðun. Eftir bardagann hrópaði þjálfari Browne, Edmund Tarverdyan, einhverju að Werdum sem brást við með því að sparka í þjálfarann. Undarleg atburðarrás og undarlegur endir á bardaganum. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. 10. september 2016 21:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. 10. september 2016 21:15