Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2016 19:23 Dave Johnson tók evrópsku kylfingana í bakaríið. vísir/getty Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016 Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira