Lexus UX í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 15:46 Lexus UX Concept. Lexus heldur áfram að koma fram með djarflega teiknaða bíla með hvössum og afgerandi línum og sterka nærveru. Sá nýjasti er þessi tilraunabíll sem Lexus er nú að sýna á bílasýningunni í París, sem er nýhafin. Þennan jeppling kalla þeir Lexus UX Concept og hann var teiknaður í hönnunarstúdíói Lexus í suðurhluta Frakklands. Langt húddið á UX gerir bílinn æði sportlegan, en það er miklu lengra en almennt gerist í bílum í þessum flokki. Bíllinn er með coupe-lagi að aftan og er það ekki algengt með jepplinga en gerir þá sportlega fyrir vikið. Mjög útstæðar hjólaskálar bílsins ljá honum kraftalegan og torfærulegan svip og risastórt grillið ljær honum virðingu. Fyrir utan þá fleti sem eru gráir og skera sig frá bílnum er hann málaður í amethyst-fjólubláum lit og færir það honum virðulega ásjónu. Þá skemma 21 tommu felgurnar ekki sportlegan svipinn og dekkin eru einnig risastór og breið. Hafa verður í huga að þessi bíll er tilraunabíll og allsendis óvíst að hann fari í framleiðslu og þá líklega eitthvað breyttur ef svo yrði. Kannski er hér fremur á ferðinni miklu fremur gefinn tónn fyrir hönnun næstu fjöldaframleiddu bíla Lexus og hann því eins og undanfari í hönnunarstefnu Lexus.Hér sést coupe-lagið betur.Fjári laglegur bíll en óvenjulegur. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Lexus heldur áfram að koma fram með djarflega teiknaða bíla með hvössum og afgerandi línum og sterka nærveru. Sá nýjasti er þessi tilraunabíll sem Lexus er nú að sýna á bílasýningunni í París, sem er nýhafin. Þennan jeppling kalla þeir Lexus UX Concept og hann var teiknaður í hönnunarstúdíói Lexus í suðurhluta Frakklands. Langt húddið á UX gerir bílinn æði sportlegan, en það er miklu lengra en almennt gerist í bílum í þessum flokki. Bíllinn er með coupe-lagi að aftan og er það ekki algengt með jepplinga en gerir þá sportlega fyrir vikið. Mjög útstæðar hjólaskálar bílsins ljá honum kraftalegan og torfærulegan svip og risastórt grillið ljær honum virðingu. Fyrir utan þá fleti sem eru gráir og skera sig frá bílnum er hann málaður í amethyst-fjólubláum lit og færir það honum virðulega ásjónu. Þá skemma 21 tommu felgurnar ekki sportlegan svipinn og dekkin eru einnig risastór og breið. Hafa verður í huga að þessi bíll er tilraunabíll og allsendis óvíst að hann fari í framleiðslu og þá líklega eitthvað breyttur ef svo yrði. Kannski er hér fremur á ferðinni miklu fremur gefinn tónn fyrir hönnun næstu fjöldaframleiddu bíla Lexus og hann því eins og undanfari í hönnunarstefnu Lexus.Hér sést coupe-lagið betur.Fjári laglegur bíll en óvenjulegur.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent