Breytt útlit nýs Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:25 Öllu mýkri línur en í síðustu kynslóð Discovery. Land Rover kynnti nýtt útlit Discovery bíls síns í gærkvöldi á bílasýningunni í París. Þar fengu gestir að líta öllu mýkri og sveigðari línur í þessum vinsæla jeppa en í núverandi kynslóð hans. Er sá nýi af fimmtu kynslóð en fyrri gerðir bílsins hafa verið með einkar hvössum línum, en núverandi bíll er mjög kassalaga. Forsvarsmenn Land Rover sögðu við kynningu bílsins að með nýrri hönnun væri verið að leita að meiri fágun, en minna að útliti sem benti til þess að um væri að ræða torfærubíl. Engu að síður væri sá nýi jafn fær um að glíma við þær og áður og bíllinn hefur til að mynda 90 cm vaðdýpt. Nýr Discovery er talsvert léttari en fjórða kynslóðin og stafar það að aukinni notkun áls. Bíllinn léttist um meira en 400 kg á milli kynslóða. Hann er samt örlítið lengri og breiðari og bil milli öxla hefur aukist um 4 cm, en bíllinn er lítillega lægri til þaksins. Discovery mun bæði bjóðast sem 5 og 7 manna bíll.Laglegur að framan en óvenjuleg í laginu aftasta hliðarrúðan.Reffilegur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Land Rover kynnti nýtt útlit Discovery bíls síns í gærkvöldi á bílasýningunni í París. Þar fengu gestir að líta öllu mýkri og sveigðari línur í þessum vinsæla jeppa en í núverandi kynslóð hans. Er sá nýi af fimmtu kynslóð en fyrri gerðir bílsins hafa verið með einkar hvössum línum, en núverandi bíll er mjög kassalaga. Forsvarsmenn Land Rover sögðu við kynningu bílsins að með nýrri hönnun væri verið að leita að meiri fágun, en minna að útliti sem benti til þess að um væri að ræða torfærubíl. Engu að síður væri sá nýi jafn fær um að glíma við þær og áður og bíllinn hefur til að mynda 90 cm vaðdýpt. Nýr Discovery er talsvert léttari en fjórða kynslóðin og stafar það að aukinni notkun áls. Bíllinn léttist um meira en 400 kg á milli kynslóða. Hann er samt örlítið lengri og breiðari og bil milli öxla hefur aukist um 4 cm, en bíllinn er lítillega lægri til þaksins. Discovery mun bæði bjóðast sem 5 og 7 manna bíll.Laglegur að framan en óvenjuleg í laginu aftasta hliðarrúðan.Reffilegur
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent