Markasúpa í jafntefli Celtic og City | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2016 20:30 David Silva í baráttunni í Skotlandi. vísir/getty Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira
Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira