Stóri Sam er ekki hættur og segist hafa verið að gera vini sínum greiða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 08:44 Stóri Sam er ekki hættur í þjálfun. vísir/getty Sam Allardyce, fráfarandi þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, ætlar að snúa aftur í þjálfun. Allardyce setti sig í samband við Sky Sports þar sem hann sagðist ekki vera sestur í helgan stein og að þjálfarastarfið hjá Englandi verði ekki hans síðasta á ferlinum. Allardyce hætti sem þjálfari enska landsliðsins í gær í kjölfar uppljóstrana The Telegraph. Allardyce var staðinn að því að samþykkja 400.000 punda greiðslu fyrir að hjálpa viðskiptajöfrum frá Austurlöndum fjær (sem voru blaðamenn The Telegraph í dulargervi) að fara á svig við reglur enska knattspyrnusambandsins um kaup á leikmönnum í eigu þriðja aðila. Eignarhald þriðja aðila á leikmönnum hefur verið bannað á Englandi frá 2008.Sjá einnig: Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Í myndbandinu, sem birtist á vef The Telegraph, þar sem Allardyce sést samþykkja greiðsluna fer hann einnig háðulegum orðum um Roy Hodgson, forvera sinn í starfi landsliðsþjálfara, og Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfara Hodgson. Allardyce tjáði Sky Sports að hann hafi farið á fundinn til að hjálpa vini sínum til margra ára, umboðsmanninum Scott McGarvey, en ekki til að græða meiri pening. Þetta hafi verið vinargreiði en ekki græðgi.Sjá einnig: Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni Allardyce er nú á leið í frí út fyrir landsteinana þar sem hann ætlar að hugsa sinn gang eins og hann segir í viðtalinu hér að neðan. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Sam Allardyce, fráfarandi þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, ætlar að snúa aftur í þjálfun. Allardyce setti sig í samband við Sky Sports þar sem hann sagðist ekki vera sestur í helgan stein og að þjálfarastarfið hjá Englandi verði ekki hans síðasta á ferlinum. Allardyce hætti sem þjálfari enska landsliðsins í gær í kjölfar uppljóstrana The Telegraph. Allardyce var staðinn að því að samþykkja 400.000 punda greiðslu fyrir að hjálpa viðskiptajöfrum frá Austurlöndum fjær (sem voru blaðamenn The Telegraph í dulargervi) að fara á svig við reglur enska knattspyrnusambandsins um kaup á leikmönnum í eigu þriðja aðila. Eignarhald þriðja aðila á leikmönnum hefur verið bannað á Englandi frá 2008.Sjá einnig: Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Í myndbandinu, sem birtist á vef The Telegraph, þar sem Allardyce sést samþykkja greiðsluna fer hann einnig háðulegum orðum um Roy Hodgson, forvera sinn í starfi landsliðsþjálfara, og Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfara Hodgson. Allardyce tjáði Sky Sports að hann hafi farið á fundinn til að hjálpa vini sínum til margra ára, umboðsmanninum Scott McGarvey, en ekki til að græða meiri pening. Þetta hafi verið vinargreiði en ekki græðgi.Sjá einnig: Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni Allardyce er nú á leið í frí út fyrir landsteinana þar sem hann ætlar að hugsa sinn gang eins og hann segir í viðtalinu hér að neðan.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira