Shimon Peres er látinn 28. september 2016 07:26 Shimon Peres. Vísir/AFP Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, 93 ár að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga. Heilsunni hrakaði hinsvegar hratt í gær og fór svo að hann lést. Peres má kalla einn af stofnendum Ísraelsríkis en hann var einn fárra eftirlifandi stjórnmálamanna sem voru komnir til sögunnar þegar ríkið var stofnað árið 1948. Peres fæddist í Wisniew í Póllandi, sem nú er Vishnyeva í Hvíta-Rússlandi og var fyrst kjörinn á ísraelska þingið, Knesset, árið 1959. Hann átti sæti í tólf ríkisstjórnum. Í ríkisstjórn átti hann þátt í að samþykkja byggingu húsaþyrpinga gyðinga á hernumdu svæðunum. Hann átti einnig þátt í Óslóar-samkomulaginu svokallaða árið 1993, fyrsta samning Ísraela og Palestínumanna sem kvað á um að unnið skyldi að því að þjóðirnar myndu lifa í samlyndi í heimshlutanum. Hann gengdi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014. Hann fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt þeim Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þátttöku sína í friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Peres gegndi á þessum tíma embætti utanríkisráðherra Ísraels. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, 93 ár að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga. Heilsunni hrakaði hinsvegar hratt í gær og fór svo að hann lést. Peres má kalla einn af stofnendum Ísraelsríkis en hann var einn fárra eftirlifandi stjórnmálamanna sem voru komnir til sögunnar þegar ríkið var stofnað árið 1948. Peres fæddist í Wisniew í Póllandi, sem nú er Vishnyeva í Hvíta-Rússlandi og var fyrst kjörinn á ísraelska þingið, Knesset, árið 1959. Hann átti sæti í tólf ríkisstjórnum. Í ríkisstjórn átti hann þátt í að samþykkja byggingu húsaþyrpinga gyðinga á hernumdu svæðunum. Hann átti einnig þátt í Óslóar-samkomulaginu svokallaða árið 1993, fyrsta samning Ísraela og Palestínumanna sem kvað á um að unnið skyldi að því að þjóðirnar myndu lifa í samlyndi í heimshlutanum. Hann gengdi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014. Hann fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt þeim Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þátttöku sína í friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Peres gegndi á þessum tíma embætti utanríkisráðherra Ísraels.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira