Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 19:30 Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu. vísir/getty Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.Í gær birti The Telegraph myndband þar sem Allardyce samþykkir 400.000 punda greiðslu fyrir að aðstoða austurlenska viðskiptajöfra við að fara á sveig við reglur enska knattspyrnusambandsins. Í tilkynningu enska knattspyrnusambandsins, þar sem greint er frá starfslokum Allardyce, kemur fram að framferði hans hafi ekki verið þjálfara Englands sæmandi. „Hann veit að hann gerði mistök og hefur beðist afsökunar. En í ljósi alvarleika málsins hafa enska knattspyrnusambandið og Allardyce komist að samkomulagi um að rifta samningnum,“ segir í yfirlýsingunni. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun að taka en forgangsverkefni enska knattspyrnusambandsins er að verja hagsmuni leiksins.“ Stóri Sam sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast gjörða sinna. „Í ljósi liðanna atburða hafa ég og enska knattspyrnusambandið komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu,“ segir Allardyce. „Það var mér mikill heiður að vera ráðinn landsliðsþjálfari og ég er mjög vonsvikinn með niðurstöðu málsins. Síðdegis fundaði ég með Greg Clarke og Martin Glenn og baðst innilega afsökunar á framferði mínu. „Þótt það hafi komið skýrt fram á upptökunum að allar tillögu þörfnuðust samþykkis enska knattspyrnusambandsins viðurkenni ég að sumt af því sem ég sagði var óviðeigandi. „Á fundinum í dag var ég beðinn um að útskýra orð mín og í hvaða samhengi samræðurnar áttu sér stað. Ég hef verið mjög samvinnuþýður. „Ég sé einnig eftir ummælum mínum um aðra einstaklinga.“ Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07 Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45 Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45 Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.Í gær birti The Telegraph myndband þar sem Allardyce samþykkir 400.000 punda greiðslu fyrir að aðstoða austurlenska viðskiptajöfra við að fara á sveig við reglur enska knattspyrnusambandsins. Í tilkynningu enska knattspyrnusambandsins, þar sem greint er frá starfslokum Allardyce, kemur fram að framferði hans hafi ekki verið þjálfara Englands sæmandi. „Hann veit að hann gerði mistök og hefur beðist afsökunar. En í ljósi alvarleika málsins hafa enska knattspyrnusambandið og Allardyce komist að samkomulagi um að rifta samningnum,“ segir í yfirlýsingunni. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun að taka en forgangsverkefni enska knattspyrnusambandsins er að verja hagsmuni leiksins.“ Stóri Sam sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast gjörða sinna. „Í ljósi liðanna atburða hafa ég og enska knattspyrnusambandið komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu,“ segir Allardyce. „Það var mér mikill heiður að vera ráðinn landsliðsþjálfari og ég er mjög vonsvikinn með niðurstöðu málsins. Síðdegis fundaði ég með Greg Clarke og Martin Glenn og baðst innilega afsökunar á framferði mínu. „Þótt það hafi komið skýrt fram á upptökunum að allar tillögu þörfnuðust samþykkis enska knattspyrnusambandsins viðurkenni ég að sumt af því sem ég sagði var óviðeigandi. „Á fundinum í dag var ég beðinn um að útskýra orð mín og í hvaða samhengi samræðurnar áttu sér stað. Ég hef verið mjög samvinnuþýður. „Ég sé einnig eftir ummælum mínum um aðra einstaklinga.“
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07 Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45 Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45 Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07
Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45
Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45
Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55