Dýr atkvæði Davíðs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2016 07:00 Kostnaður við fjögur dýrustu framboðin Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira