Andri Snær styrkti eigið framboð um 960 þúsund krónur. Stærstu styrktaraðilar voru svo Clean Cafe Aps og Títan Fjárfestingafélag sem styrktu framboðið um 400 þúsund krónur sem er hámark fjárframlaga lögaðila. Listaklúbburinn Listvinir styrktu svo framboðið um 320 þúsund krónur.
Fjárframlög einstaklinga námu samtals 12,7 milljónum króna, en rúmlega 200 einstaklingar styrktu framboðið. Hæstu styrktaraðilar sem styrktu framboðið um 400 þúsund krónur voru meðal annars Lilja Pálmadóttir, Magni Sigurjón Jónsson, og Sigurður Gísli Pálmason.
Nú liggur fyrir að Davíð Oddsson eyddi mest allra í forsetaframboð sitt en samanburð á þeim frambjóðendum sem vörðu meira en 400 þúsund krónum má sjá hér að neðan.