Kjósum gott líf Guðrún Hagsteinsdóttir skrifar 26. september 2016 07:00 Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar