Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. september 2016 12:22 Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára. Vísir/Valli Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira