Sport

Gunnar: Dong er svolítið villtur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni.

Gunnar mun mæta Kóreubúanum Dong Hyung Kim í aðalbardaga á kvöldinu í Belfast þann 19. nóvember. Dong mun ekki hafa keppt í ár er hann mætir Gunnari.

„Kannski verður hann smá ryðgaður en hann býr yfir mikilli reynslu og reynslukapparnir finna oft ekki fyrir því þó svo þeir hafi ekki barist lengi,“ sagði Gunnar og bætir við að Kóreubúinn hafi breyst síðustu árin.

„Hann hefur verið svolítið villtur upp á síðkastið. Hann var meira í glímunni hér áður en núna er hann orðinn meiri boxari. Hann er frábær bardagamaður sem ég hef fylgst með frá upphafi.“

Blaðamennirnir fóru um víðan völl með Gunnari og ræddu meðal annars bardagana gegn Demian Maia og Albert Tumenov. Einnig er Gunnar spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Georges St-Pierre.

Viðtalið má sjá hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×