Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar