Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2016 16:41 Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games, Mínus, Of Monsters and Men, Jakobínarína og Kaleo, en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. Vísir Það er ekki eins mikill peningur í boði fyrir að eiga lag í tölvuleik frá tölvuleikjaframleiðandanum EA Games og margir gætu haldið. Þetta segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, í samtali við Vísi en Kaleo er eitt af fjórum íslenskum böndum sem hafa átt lag í leik frá EA Games. Jökull segir kynningargildi vega þyngra en peninga þegar kemur að því að heimila notkun á tónlist sinni í leikjunum. Árið 2004 fékk EA Games leyfi fyrir notkun á laginu Long Face með Mínus í Evrópukeppnisleiknum UEFA Euro 2004.Árið 2008 var lagið I´m a Villain með Jakobínarína notaði í FIFA 2009.Í fyrra voru svo lögin Crystals með Of Monsters and Men og Way Down We Go með Kaleo notuð í FIFA 2016. Kaleo tilkynnti síðan 4. ágúst síðastliðinn á vef sínum að lag þeirra Glass House verði að finna í Madden 2017 frá EA Games, en í Madden er spilaður amerískur fótbolti.Í ljósi umræðunnar um ákvörðun KSÍ að taka ekki 15.000 dollara boði EA Games fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017 lá Vísi forvitni á að vita hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunar íslenskra hljómsveita um að leyfa EA Games að nota tónlist sína í leiki fyrirtækisins. Jökull Júlíusson segir að í bæði skiptin sem hljómsveitin hefur samþykkt notkun tónlistar hjá EA Sports þá hafi kynningin sem fylgir því að vera með lag í leikjum fyrirtækisins verið henni efst í huga. „Í bæði skiptin sem við höfum samþykkt notkun tónlistar hjá EA games (Madden í ár og FIFA í fyrra) þá hefur markaðssetning og kynning verið aðallega í huga enda er ekki eins mikill peningur í boði og margir halda,“ segir Jökull. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fjölmiðla í gær að EA Games hefðu boðið Knattspyrnusamband Íslands 15.000 dollara fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017. Aðspurður hvort að svipaðar upphæðir fáist fyrir að leyfa notkun á tónlist sinni í leikjum frá EA Games segist Jökull ekki geta svarað því, útgefandi þeirra, Warner Brothers og Atlantic Records, sjái alfarið um þau mál, en líkt og hann sagði áður, þá eru ekki um háar fjárhæðir að ræða. Uppfært 22. september klukkan 10:26 Í allri þessari upptalningu gleymdist okkar allra besti Jónsi sem var með lag í FIFA 11 sem má heyra hér fyrir neðan: KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Bardagakappinn er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. 21. september 2016 10:54 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Það er ekki eins mikill peningur í boði fyrir að eiga lag í tölvuleik frá tölvuleikjaframleiðandanum EA Games og margir gætu haldið. Þetta segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, í samtali við Vísi en Kaleo er eitt af fjórum íslenskum böndum sem hafa átt lag í leik frá EA Games. Jökull segir kynningargildi vega þyngra en peninga þegar kemur að því að heimila notkun á tónlist sinni í leikjunum. Árið 2004 fékk EA Games leyfi fyrir notkun á laginu Long Face með Mínus í Evrópukeppnisleiknum UEFA Euro 2004.Árið 2008 var lagið I´m a Villain með Jakobínarína notaði í FIFA 2009.Í fyrra voru svo lögin Crystals með Of Monsters and Men og Way Down We Go með Kaleo notuð í FIFA 2016. Kaleo tilkynnti síðan 4. ágúst síðastliðinn á vef sínum að lag þeirra Glass House verði að finna í Madden 2017 frá EA Games, en í Madden er spilaður amerískur fótbolti.Í ljósi umræðunnar um ákvörðun KSÍ að taka ekki 15.000 dollara boði EA Games fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017 lá Vísi forvitni á að vita hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunar íslenskra hljómsveita um að leyfa EA Games að nota tónlist sína í leiki fyrirtækisins. Jökull Júlíusson segir að í bæði skiptin sem hljómsveitin hefur samþykkt notkun tónlistar hjá EA Sports þá hafi kynningin sem fylgir því að vera með lag í leikjum fyrirtækisins verið henni efst í huga. „Í bæði skiptin sem við höfum samþykkt notkun tónlistar hjá EA games (Madden í ár og FIFA í fyrra) þá hefur markaðssetning og kynning verið aðallega í huga enda er ekki eins mikill peningur í boði og margir halda,“ segir Jökull. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fjölmiðla í gær að EA Games hefðu boðið Knattspyrnusamband Íslands 15.000 dollara fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017. Aðspurður hvort að svipaðar upphæðir fáist fyrir að leyfa notkun á tónlist sinni í leikjum frá EA Games segist Jökull ekki geta svarað því, útgefandi þeirra, Warner Brothers og Atlantic Records, sjái alfarið um þau mál, en líkt og hann sagði áður, þá eru ekki um háar fjárhæðir að ræða. Uppfært 22. september klukkan 10:26 Í allri þessari upptalningu gleymdist okkar allra besti Jónsi sem var með lag í FIFA 11 sem má heyra hér fyrir neðan:
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Bardagakappinn er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. 21. september 2016 10:54 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Bardagakappinn er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. 21. september 2016 10:54
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45
Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30