700 hestafla Porsche Panamera E-Hybrid í París Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2016 14:49 Porsche Panmera E-Hybrid. Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent
Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent