Fyrsta mark Finns Orra tekið af honum: „Smurði hnetusmjöri á epli og hélt áfram með lífið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 12:00 Finnur Orri Margeirsson fagnar markinu sem var svo tekið af honum. vísir/ernir Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn