Pepsi-mörkin: Átti Helgi Mikael að bíða með að flauta leikinn af? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2016 11:00 Þróttur og Víkingur Ó. skildu jöfn, 1-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Vilhjálmur Pálmason kom Þrótti yfir á 27. mínútu en Pape Mamadou Faye jafnaði metin fyrir gestina fimm mínútum fyrir leikslok. Lokaandartök leiksins voru æsileg. Þróttarar fengu aukaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma og sendu alla leikmenn liðsins inn í vítateig Ólsara, þ.á.m. markvörðinn Arnar Darra Pétursson, enda þýddi allt annað en sigur að Þróttur var fallinn.Sjá einnig: Ryder: Okkur líður öllum skelfilega Dæmd var aukaspyrna á Þróttara, Cristian Martínez, markvörður Víkings, var fljótur að taka hana og sendi boltann fram á Þorstein Má Ragnarsson sem náði þó ekki að gera sér mat úr aðstæðum því Helgi Mikael flautaði til leiksloka meðan boltinn var í loftinu. „Það er dálítið magnað að flauta af á þessum tímapunkti en ég veit s.s. ekki hversu miklu hann bætti við,“ sagði Logi Ólafsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Ég ræddi við Kristin Jakobsson fyrir nokkrum vikum og hann sagði að dómarar ættu að flauta leikinn af, eða til hálfleiks, þegar boltinn væri dauður,“ sagði Hjörtur Hjartarson. „Þarna er verið að senda fram á Þorstein og boltinn er í fullum leik. Þeir geta alltaf sagt að tíminn sé búinn en mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að Helgi Mikael hafi ekki áttað sig á því að þetta var sending en ekki hreinsun í loftið,“ bætti Hjörtur við.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Ábyrgð þeirra er mikil Athygli vakti að hvorki Damir Muminovic né Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Breiðabliks gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla. 20. september 2016 09:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Þróttur og Víkingur Ó. skildu jöfn, 1-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Vilhjálmur Pálmason kom Þrótti yfir á 27. mínútu en Pape Mamadou Faye jafnaði metin fyrir gestina fimm mínútum fyrir leikslok. Lokaandartök leiksins voru æsileg. Þróttarar fengu aukaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma og sendu alla leikmenn liðsins inn í vítateig Ólsara, þ.á.m. markvörðinn Arnar Darra Pétursson, enda þýddi allt annað en sigur að Þróttur var fallinn.Sjá einnig: Ryder: Okkur líður öllum skelfilega Dæmd var aukaspyrna á Þróttara, Cristian Martínez, markvörður Víkings, var fljótur að taka hana og sendi boltann fram á Þorstein Má Ragnarsson sem náði þó ekki að gera sér mat úr aðstæðum því Helgi Mikael flautaði til leiksloka meðan boltinn var í loftinu. „Það er dálítið magnað að flauta af á þessum tímapunkti en ég veit s.s. ekki hversu miklu hann bætti við,“ sagði Logi Ólafsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Ég ræddi við Kristin Jakobsson fyrir nokkrum vikum og hann sagði að dómarar ættu að flauta leikinn af, eða til hálfleiks, þegar boltinn væri dauður,“ sagði Hjörtur Hjartarson. „Þarna er verið að senda fram á Þorstein og boltinn er í fullum leik. Þeir geta alltaf sagt að tíminn sé búinn en mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að Helgi Mikael hafi ekki áttað sig á því að þetta var sending en ekki hreinsun í loftið,“ bætti Hjörtur við.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Ábyrgð þeirra er mikil Athygli vakti að hvorki Damir Muminovic né Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Breiðabliks gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla. 20. september 2016 09:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Pepsi-mörkin: Ábyrgð þeirra er mikil Athygli vakti að hvorki Damir Muminovic né Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Breiðabliks gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla. 20. september 2016 09:30