Mikilvægt að setja metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 20:45 Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira