Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 82-91 | Stjörnusigur eftir framlengingu Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. október 2016 20:30 Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. vísir/anton Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira