Volvo XC40 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 11:14 Volvo XC40 jepplingurinn. Volvo mun hefja sölu á þessum XC40 jepplingi á fyrri helmingi ársins 2018. Vill Volvo meina að hann muni færa fyrirtækinu gríðarlega söluaukningu og áætlar Volvo að selja 100.000 XC40 bíla á ári. Er það há tala í ljósi þess að heildarsala Volvo í fyrra var 503.127 bílar. Af þeim voru 267.000 bílar af XC-gerð og því eru ríflega helmingur allra seldra Volvo bíla jeppar eða jepplingar og líklega mun þetta hlutfall aðeins hækka með tilkomu XC40. Mest selda einstaka bílgerð Volvo er XC60, en hann er farinn að eldast og er orðinn 8 ára gömul hönnun. Volvo hefur selt 51.810 eintök af nýja XC90 jeppanum á fyrri helmingi þessa árs og það bendir til þess að sala hans verði um 100.000 eintök í ár. Þó svo Volvo ætli fyrst að kynna til sögunnar XC40 er þó meiningin að framleiða aðrar gerðir 40-bíla, meðal annars stallbak og langbak. Allir 40-bílarnir verða byggðir á sama undirvagni, sem Volvo menn kalla CMA. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Volvo mun hefja sölu á þessum XC40 jepplingi á fyrri helmingi ársins 2018. Vill Volvo meina að hann muni færa fyrirtækinu gríðarlega söluaukningu og áætlar Volvo að selja 100.000 XC40 bíla á ári. Er það há tala í ljósi þess að heildarsala Volvo í fyrra var 503.127 bílar. Af þeim voru 267.000 bílar af XC-gerð og því eru ríflega helmingur allra seldra Volvo bíla jeppar eða jepplingar og líklega mun þetta hlutfall aðeins hækka með tilkomu XC40. Mest selda einstaka bílgerð Volvo er XC60, en hann er farinn að eldast og er orðinn 8 ára gömul hönnun. Volvo hefur selt 51.810 eintök af nýja XC90 jeppanum á fyrri helmingi þessa árs og það bendir til þess að sala hans verði um 100.000 eintök í ár. Þó svo Volvo ætli fyrst að kynna til sögunnar XC40 er þó meiningin að framleiða aðrar gerðir 40-bíla, meðal annars stallbak og langbak. Allir 40-bílarnir verða byggðir á sama undirvagni, sem Volvo menn kalla CMA.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent