Fótbolti

„Fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Bergmann í háloftunum í leiknum í kvöld.
Björn Bergmann í háloftunum í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink
Heimir Hallgrímsson beið lengi með að skipta varamönnum inn á í leiknum í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en margir höfðu reiknað með að Viðar Örn Kjartansson myndi byrja.

„Björn Bergmann hefur þá eiginleika sem Kolbeinn (Sigþórsson) og Jón Daði (Böðvarsson) hafa. Hann er sterkur í lofitnu og með líkamlega viðveru,“ sagði Heimir. Ísland þyrfti oft að spila löngum boltum og þá væri gott að hafa þessa eiginleika í framlínunni. 

„Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta og hefur góða kosti.“

Björn Bergmann fór af velli eftir 75 mínútur en margir hefðu viljað sjá þá skiptingu koma fyrr. Viðar Örn kom inn á fyrir Björn.

„Ég held að allir hafi séð hve góður hann (Björn Bergmann) er í fótbolta. Það er í rauninni ástæðan fyrir því að við völdum hann frammi. við höfum spilað með Viðar og Alfreð. Þeirra leikstíll er svipaður, góðir í teignum og vilja fá boltann bak við varnir.“

Síðari skipting Íslands í leiknum kom á 86. mínútu þegar Birkir Már, sem átti ekki sinn besta dag, fór af velli fyrir Theodór Elmar Bjarnason. Fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland og svo kom sigurmarkið í blálokin.

„Mér fannst aldrei þurfa að skipta því enginn var að spila illa,“ sagði Heimir aðspurður um skipingarnar. Hann viðurkenndi að sigurinn væri mikill léttir enda stefndi allt í óefni. Nú væri Ísland orðin þekkt stærð sem lið leikgreindu í þaula og vanmátu ekki.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Ragnar: Tek markið 100% á mig

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×