Þrjár bækur um Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2016 16:45 Níels Árni Lund með bækurnar þrjár. Vísir/Ernir Eyjólfsson. Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. Þetta eru þrjár bækur í setti, rúmlega þrjúhundruð síður hver bók, með um eittþúsund ljósmyndum. „Markmiðið var að taka saman og skrá og varðveita sögur og fróðleik af Melrakkasléttu,“ segir Níels Árni og kveðst sannfærður um að bókin mun „lifa“ lengi. „Þá vildi ég að sem flestir Sléttungar, og aðrir sem tengjast héraðinu, svo og áhugafólk um sögu lands og þjóðar, ferðaþjónustuaðilar og fleiri, gætu eignast verkið og gluggað í það aftur og aftur,“ segir höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í Nýhöfn á Leirhafnartorfunni á Sléttu. Í ritinu er kort af Melrakkasléttu með um 1.000 örnefnum, sem ekki hafa áður verið staðsett á landakorti. Ítarleg nafnaskrá með 650 til 1.200 nöfnum er í lok hverrar bókar. Í fyrsta bindi; Sléttunga – umhverfi og mannlíf, rita ýmsir sérfræðingar um jarðfræði, náttúru, gróður, fugla, vötn og ár. Kaflar eru um heilsugæslu, félagslíf og skólamál; um skipsströnd við Sléttu og hernámsárin þar nyrðra. Þá er ítarleg leiðarlýsing um Melrakkasléttu og meðal annars sótt efni í þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi; Sléttunga – fólk og býli, er 200 ára saga allra jarða Sléttunnar, jafnt stórbýla sem heiðarkota, og sagan sögð frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag. Í þriðja bindi; Sléttunga – Raufarhöfn, er rakin saga Raufarhafnar aftur úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Sagt er frá bújörðinni, verslunarstaðnum, sjávarþorpinu Raufarhöfn; fiskveiðum, síldarárunum og þeim miklu umsvifum sem síldinni fylgdu. Sagt er frá mannlífinu, félögum og þjónustustarfsemi og öðru því sem skapaði Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. Níels Árni gefur sjálfur út bækurnar og býðst kaupendum að hafa samband við hann á netfangið lund@simnet.is. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. Þetta eru þrjár bækur í setti, rúmlega þrjúhundruð síður hver bók, með um eittþúsund ljósmyndum. „Markmiðið var að taka saman og skrá og varðveita sögur og fróðleik af Melrakkasléttu,“ segir Níels Árni og kveðst sannfærður um að bókin mun „lifa“ lengi. „Þá vildi ég að sem flestir Sléttungar, og aðrir sem tengjast héraðinu, svo og áhugafólk um sögu lands og þjóðar, ferðaþjónustuaðilar og fleiri, gætu eignast verkið og gluggað í það aftur og aftur,“ segir höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í Nýhöfn á Leirhafnartorfunni á Sléttu. Í ritinu er kort af Melrakkasléttu með um 1.000 örnefnum, sem ekki hafa áður verið staðsett á landakorti. Ítarleg nafnaskrá með 650 til 1.200 nöfnum er í lok hverrar bókar. Í fyrsta bindi; Sléttunga – umhverfi og mannlíf, rita ýmsir sérfræðingar um jarðfræði, náttúru, gróður, fugla, vötn og ár. Kaflar eru um heilsugæslu, félagslíf og skólamál; um skipsströnd við Sléttu og hernámsárin þar nyrðra. Þá er ítarleg leiðarlýsing um Melrakkasléttu og meðal annars sótt efni í þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi; Sléttunga – fólk og býli, er 200 ára saga allra jarða Sléttunnar, jafnt stórbýla sem heiðarkota, og sagan sögð frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag. Í þriðja bindi; Sléttunga – Raufarhöfn, er rakin saga Raufarhafnar aftur úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Sagt er frá bújörðinni, verslunarstaðnum, sjávarþorpinu Raufarhöfn; fiskveiðum, síldarárunum og þeim miklu umsvifum sem síldinni fylgdu. Sagt er frá mannlífinu, félögum og þjónustustarfsemi og öðru því sem skapaði Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. Níels Árni gefur sjálfur út bækurnar og býðst kaupendum að hafa samband við hann á netfangið lund@simnet.is.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34