Erlent

Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims

Atli Ísleifsson skrifar
Þremenningarnir hljóta verðlaunin fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims, eða svokallaðar sameindavélar (e. molecular machines).
Þremenningarnir hljóta verðlaunin fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims, eða svokallaðar sameindavélar (e. molecular machines).
Sænska Nóbelsnefndin greindi í dag frá því að þeir Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hafi hlotið Nóbelsverðlaun í efnafræði.

Þremenningarnir hljóta verðlaunin fyrir hönnun og efnasmíði minnstu véla heims, eða svokallaðar sameindavélar (e. molecular machines).

Frakkinn Jean-Pierre Sauvage er professor við Université Louis Pasteur í Strasbourg.

Skotinn Fraser Stoddart starfar við Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum.

Hollendingurinn Bernard L. Feringa starfar við Gröningen háskóla.

Svíinn Tomas Lindahl, Bandaríkjamaðurinn Paul Modrich og Tyrkinn Aziz Sancar hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á lagfæringum fruma á erfðaefni.

Nóbelsnefndin tilkynnti í gær að bresku eðlisfræðingarnir David Thouless, Duncan Haldane og Michael Kosterlitz hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í gær fyrir sögulegar og þýðingarmiklar uppgötvanir á sviði þéttefnisfræði.

Nefndin greindi svo frá því á mánudag að japanski frumulíffræðingurinn Yoshinori Oshumi hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræðifyrir mikilvægar uppgötvanir sínar á svokölluðu sjálfsáti frumna, eða „autophagy“.

Tilkynnt verður á föstudag hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels og í næstu viku verður greint frá nýjum handhafa bókmenntaverðlaunanna. Að auki mun sænski seðlabankinn tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin næsta mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×