Erlent

Á sjötta þúsund bjargað í gær

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 40 skip tóku þátt í aðgerðinni.
Um 40 skip tóku þátt í aðgerðinni. Vísir/AFP
Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. Strandgæslan segir, samkvæmt frásögn Danmarks Radio, að hún hafi komið að björgun 5.600 hælisleitenda og flóttamanna. Þar af er stór hluti börn. Þar á meðal voru 700 manns sem ferðuðust saman á fiskibát.

Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa 130 þúsund manns flúið í ár yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til Ítalíu. Að auki hafa margir komið frá Sýrlandi, Afganistan og Írak. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×