Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2016 14:00 Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum í að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bretar tóku fyrr á þessu ári upp sykurskatt, stuttu eftir að við Íslendingar felldum hann úr gildi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til að sykur fari ekki fram úr 5 prósentum af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku en viðmið var nýlega lækkað úr 10 prósentum. Fíllinn og fílatemjarinn Sálfræðingurinn Daniel Kahneman hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2002 fyrir rannsóknir sínar í atferlishagfræði og kenningu um tvískipt hugsanaferli. Rannsóknir Kahnemans benda til þess að atferli manna stýrist af tveimur aðskildum hlutum heilans sem hann kallar kerfi 1 og 2. Fjallað var um þetta í Læknablaðinu á sínum tíma. Kerfi 1 er kallað fíllinn en það er hvatadrifið kerfi sem erfitt er að hafa taumhald á þegar það tekur á rás. Kerfi 2 kallast fílatemjarinn í ljósi þess að kerfið getur beitt skynsemi til að leiða fílinn á réttar slóðir en hefur sjaldan getu til að halda aftur af honum þegar hvatir og tilfinningar koma honum á fullan skrið. Kerfi 1 er því sá hluti heilans sem getur verið frumstæður og hvatadrifinn. Þannig hefur þessi hluti heilans trompað rökhugsun þegar val á fæðu er annars vegar og því eru skynsamir einstaklingar berskjaldaðir gagnvart neyslu sykurs og annarrar óhollrar fæðu jafnvel þótt þeir viti betur.Sykurskattar virka Skiptar skoðanir eru um skattlagningu sem tæki til að hafa áhrif á breytni manna þegar neysla á áfengi og sykri er annars vegar. Gögn frá útlöndum sýna hins vegar að skattar geta verið áhrifaríkt tæki til að sporna við sykurneyslu. En málið snýst líka um pólitíska hugmyndafræði, spurningar eins og hvort ríkisvaldið eigi að hafa skoðun á því hvað menn borða. Velta má fyrir sér í ljósi þess að heilbrigðiskerfið er að stærstu leyti ríkisvætt hvort ríkið hafi yfirleitt efni á því að hafa ekki skoðun á sykurneyslu.Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri SidekickMynd/ÞÞTryggvi Þorgeirsson læknir og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sidekick lauk meistagráðu í lýðheilsufræðum frá Harvard-háskóla en hann segir rannsóknir benda einmitt til þess að eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitufaraldurinn sé sykurskattur. „Það er hreinlega óumdeilt. Eiginlega allir fagaðilar í lýðheilsugeiranum eru sammála um að líklegast kostnaðarhagvæmasta aðgerðin hægt er að grípa til eru skattar óhollustu. Það væri nærtækast að setja skatta eða vörugjöld á sykraða drykki, gosdrykki og sælgæti,“ segir Tryggvi. Tryggvi tekur sem dæmi sykurneyslu Finna og Norðmanna sem er mun minni en sykurneysla Íslendinga. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta. Finnar drekka aðeins þriðjung af því gosi sem Íslendingar drekka. Finnar drekka að meðaltali 45 lítra á mann á ári af sykruðu gosi en Íslendingar 149 lítra á mann. Á sama tíma er verð á gosi miklu lægra hér á landi. Tryggvi segir nýlegt dæmi frá Berkeley í Kaliforníu sýna að skattlagning virki til að sporna við neyslu en þar var innleiddur sykurskattur með mjög góðum árangri. „Þeir sáu fljótt í kjölfarið minnkun um 26 prósent í gosneyslu í Berkeley meðan gosneysla jókst í borgunum í kring þar sem ekki var innleiddur sykurskattur. Þar að auki keypti fólk í auknum mæli sódavatn og aðra vatnsdrykki í staðinn.“ Camilla Stoltenberg læknir og framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Hún er systir Jens Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.Mynd/ÞÞCamilla Stoltenberg er framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Norðmenn innleiddu á sínum tíma sérstakan sykurskatt og hafa ekki séð ástæðu til að fella hann úr gildi líkt og við Íslendingar gerðum. „Það eru mismunandi leiðir til að gera þetta og skattlagning er vissulega ein af þeim leiðum sem virka. En þetta fer eftir magninu og hvernig matarneyslu er háttað í hverju landi. Svo það er erfitt að segja almennt að þetta eigi að vera eina áherslan en þetta er tvímælalaust eitthvað sem við vitum að virkar,“ segir Stoltenberg. Nóbelsverðlaun Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum í að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bretar tóku fyrr á þessu ári upp sykurskatt, stuttu eftir að við Íslendingar felldum hann úr gildi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til að sykur fari ekki fram úr 5 prósentum af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku en viðmið var nýlega lækkað úr 10 prósentum. Fíllinn og fílatemjarinn Sálfræðingurinn Daniel Kahneman hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2002 fyrir rannsóknir sínar í atferlishagfræði og kenningu um tvískipt hugsanaferli. Rannsóknir Kahnemans benda til þess að atferli manna stýrist af tveimur aðskildum hlutum heilans sem hann kallar kerfi 1 og 2. Fjallað var um þetta í Læknablaðinu á sínum tíma. Kerfi 1 er kallað fíllinn en það er hvatadrifið kerfi sem erfitt er að hafa taumhald á þegar það tekur á rás. Kerfi 2 kallast fílatemjarinn í ljósi þess að kerfið getur beitt skynsemi til að leiða fílinn á réttar slóðir en hefur sjaldan getu til að halda aftur af honum þegar hvatir og tilfinningar koma honum á fullan skrið. Kerfi 1 er því sá hluti heilans sem getur verið frumstæður og hvatadrifinn. Þannig hefur þessi hluti heilans trompað rökhugsun þegar val á fæðu er annars vegar og því eru skynsamir einstaklingar berskjaldaðir gagnvart neyslu sykurs og annarrar óhollrar fæðu jafnvel þótt þeir viti betur.Sykurskattar virka Skiptar skoðanir eru um skattlagningu sem tæki til að hafa áhrif á breytni manna þegar neysla á áfengi og sykri er annars vegar. Gögn frá útlöndum sýna hins vegar að skattar geta verið áhrifaríkt tæki til að sporna við sykurneyslu. En málið snýst líka um pólitíska hugmyndafræði, spurningar eins og hvort ríkisvaldið eigi að hafa skoðun á því hvað menn borða. Velta má fyrir sér í ljósi þess að heilbrigðiskerfið er að stærstu leyti ríkisvætt hvort ríkið hafi yfirleitt efni á því að hafa ekki skoðun á sykurneyslu.Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri SidekickMynd/ÞÞTryggvi Þorgeirsson læknir og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sidekick lauk meistagráðu í lýðheilsufræðum frá Harvard-háskóla en hann segir rannsóknir benda einmitt til þess að eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitufaraldurinn sé sykurskattur. „Það er hreinlega óumdeilt. Eiginlega allir fagaðilar í lýðheilsugeiranum eru sammála um að líklegast kostnaðarhagvæmasta aðgerðin hægt er að grípa til eru skattar óhollustu. Það væri nærtækast að setja skatta eða vörugjöld á sykraða drykki, gosdrykki og sælgæti,“ segir Tryggvi. Tryggvi tekur sem dæmi sykurneyslu Finna og Norðmanna sem er mun minni en sykurneysla Íslendinga. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta. Finnar drekka aðeins þriðjung af því gosi sem Íslendingar drekka. Finnar drekka að meðaltali 45 lítra á mann á ári af sykruðu gosi en Íslendingar 149 lítra á mann. Á sama tíma er verð á gosi miklu lægra hér á landi. Tryggvi segir nýlegt dæmi frá Berkeley í Kaliforníu sýna að skattlagning virki til að sporna við neyslu en þar var innleiddur sykurskattur með mjög góðum árangri. „Þeir sáu fljótt í kjölfarið minnkun um 26 prósent í gosneyslu í Berkeley meðan gosneysla jókst í borgunum í kring þar sem ekki var innleiddur sykurskattur. Þar að auki keypti fólk í auknum mæli sódavatn og aðra vatnsdrykki í staðinn.“ Camilla Stoltenberg læknir og framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Hún er systir Jens Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.Mynd/ÞÞCamilla Stoltenberg er framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Norðmenn innleiddu á sínum tíma sérstakan sykurskatt og hafa ekki séð ástæðu til að fella hann úr gildi líkt og við Íslendingar gerðum. „Það eru mismunandi leiðir til að gera þetta og skattlagning er vissulega ein af þeim leiðum sem virka. En þetta fer eftir magninu og hvernig matarneyslu er háttað í hverju landi. Svo það er erfitt að segja almennt að þetta eigi að vera eina áherslan en þetta er tvímælalaust eitthvað sem við vitum að virkar,“ segir Stoltenberg.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira