Innlent

Saka stjórnvöld um útúrsnúning 

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá undirritun samkomulagsins.
Frá undirritun samkomulagsins. vísir/gva
Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins.

Þann 19. september síðastliðinn skrifuðu fulltrúar KÍ, BHM og BSRB undir samkomulag um breytingar á lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Í samkomulaginu felst meðal annars að réttindi sjóðsfélaga skuli vera jafn verðmæt eftir breytingar og þau voru fyrir þær.

Í yfirlýsingu frá Kennarasambandinu kemur fram að það telji að fulltrúar ríkisvaldsins hafi snúið út úr samkomulaginu.

Ágreiningur er uppi um túlkun á lykilákvæði samkomulagsins. Túlkun stjórnvalda þýðir að réttindi sjóðsfélaga verði skert, þvert á samkomulag um annað. Því skorar sambandið á þingmenn að samþykkja frumvarpið ekki í óbreyttri mynd. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×