Golf

Þórður komst á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson. Vísir/Daníel
Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, komst um helgina á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Ólafur Björn Loftsson keppti á sama tíma í Frakklandi en hann var einu höggi frá því að komast á næsta stig.

Þórður Rafn lék frábært golf síðustu tvo leikdagana og lauk leik á þremur höggum undir pari en hann deildi sextánda sæti að leikslokum.

Annað stig verður þann 4-7. nóvember næstkomandi á Spáni en Þórður greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær.

Ólafur Björn lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og var einu höggi frá því að komast á næsta stig.

Tvöfaldur skolli á fimmtu braut kostaði hann á endanum en hann lauk leik á þremur höggum yfir pari.

Alls taka átta kylfingar þátt í úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en aðeins einum kylfing, Birgi Leifi Hafþórssyni, hefur tekist að komast alla leið en alls eru þrjú úrtökumót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×