Þrettán tíma seinkun hjá Wow Air: Aðeins helmingur farþega komst með til Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2016 14:06 Ein af farþegaþotum Wow Air. Vísir/Vilhelm Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira