BMW 3-línan fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 10:13 BMW 3-línan. BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent