Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2016 09:15 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. Guardiola fékk Claudio Bravo frá Barcelona rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um þarsíðustu mánaðarmót. Hann var einnig með hinn markvörð Barcelona í sigtinu. Á blaðamannafundi í gær taldi Guardiola upp nokkra leikmenn Barcelona sem hann sagðist ekki hafa haft samband við í sumar. Hann gaf það þó í skyn að Ter Stegen hafi verið hans fyrsti kostur til að leysa Joe Hart af hólmi hjá Man City. „Ég talaði aldrei við Messi, Neymar, Luis Suárez, Sergio Busquets, Andrés Iniesta. Ég talaði ekki við neinn,“ sagði Guardiola. „Hvað Ter Stegen varðar vissum við að hann vildi spila reglulega. Við höfðum samband. Hann var ekki ánægður með sína stöðu. Við þurftum að fá markvörð eins og Bravo eða Ter Stegen.“Sjá einnig: Pique: Man City spilar eins og Barcelona Bravo og Ter Stegen komu báðir til Barcelona sumarið 2014. Þeir skiptu með sér verkum næstu tvö tímabil; Bravo spilaði deildarleikina en Ter Stegen í spænsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. Hinn 24 ára Ter Stegen er nú orðinn aðalmarkvörður Barcelona en Þjóðverjinn lék áður með Borussia Mönchengladbach. Ter Stegen og Bravo verða báðir í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Man City í C-riðli Meistaradeildarinnar.Leikur Barcelona og Man City hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. Guardiola fékk Claudio Bravo frá Barcelona rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um þarsíðustu mánaðarmót. Hann var einnig með hinn markvörð Barcelona í sigtinu. Á blaðamannafundi í gær taldi Guardiola upp nokkra leikmenn Barcelona sem hann sagðist ekki hafa haft samband við í sumar. Hann gaf það þó í skyn að Ter Stegen hafi verið hans fyrsti kostur til að leysa Joe Hart af hólmi hjá Man City. „Ég talaði aldrei við Messi, Neymar, Luis Suárez, Sergio Busquets, Andrés Iniesta. Ég talaði ekki við neinn,“ sagði Guardiola. „Hvað Ter Stegen varðar vissum við að hann vildi spila reglulega. Við höfðum samband. Hann var ekki ánægður með sína stöðu. Við þurftum að fá markvörð eins og Bravo eða Ter Stegen.“Sjá einnig: Pique: Man City spilar eins og Barcelona Bravo og Ter Stegen komu báðir til Barcelona sumarið 2014. Þeir skiptu með sér verkum næstu tvö tímabil; Bravo spilaði deildarleikina en Ter Stegen í spænsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. Hinn 24 ára Ter Stegen er nú orðinn aðalmarkvörður Barcelona en Þjóðverjinn lék áður með Borussia Mönchengladbach. Ter Stegen og Bravo verða báðir í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Man City í C-riðli Meistaradeildarinnar.Leikur Barcelona og Man City hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira