Viðskipti innlent

Bandarískir ferðamenn á Íslandi í fyrsta sinn fleiri en íbúar landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Laugavegi í miðborg Reykjavíkur.
Frá Laugavegi í miðborg Reykjavíkur. Vísir/GVA
Bandarískir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands verða í fyrsta sinn fleiri en íbúar landsins á þessu ári.

Það sem af er ári hafa 325 þúsund Bandaríkjamenn heimsótt Ísland borið saman við 51 þúsund árið 2010. Því er ljóst að um algera sprengingu er að ræða á undanförnum árum.

Í frétt Vox er sagt frá því að íslensk ferðamálayfirvöld hafi hafið skráningar á erlendum ferðamönnum sem komu til landsins árið 1949. Þá hafi 5.312 manns komið til landsins. Árið 1996 komu um 200 þúsund manns og það sem af er ári 2016 hafa 1,61 milljón erlendra ferðamanna lagt leið sína til Íslands.

Vox rekur einnig hvernig gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafi stóraukið áhuga fólks á landinu og hvernig lægra flugverð og auknir flugmöguleikar hafi leitt til stóraukins straums ferðafólks til Íslands.

Mynd/Vox





Fleiri fréttir

Sjá meira


×