Opnað fyrir pantanir á DeLorean DMC-12 Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 15:28 DeLorean DCM-12. Nú er hægt að panta sér glæný eintök af hinum fræga DeLorean DMC-12 bíl sem frægur varð í Back to the Future myndunum. Framleiddir verða 300 bílar úr þeim lager íhluta sem enn voru til þegar smíði bílsins var hætt árið 1983, svo kaupendur geta treyst því að um eins bíla sé að ræða og framleiddir voru á árunum 1981 til 1983. Framleiðsla bílanna verður í Texas í Bandaríkjunum og ný lög frá árinu í fyrra, “Low Volume Motor Vehicle Manufacturers Act”, leyfa framleiðslu svona eldri bíla án þess að þeir þurfi að fara í gegnum strangt ferli öryggisrannsókna. Það sem áhugasamir verða að gera til að tryggja sér eintak af bílnum sérstaka er að fara á heimasíðu DeLorean, delorean.com og fylla þar út eyðublað og panta sér eintak, en ekki kemur reyndar fram á síðunni hvað slíkt eintak kostar. Núverandi eigendur DeLorean bíla ganga fyrir ef eftirspurn verður meiri en sem nemur þessum 300 eintökum. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Nú er hægt að panta sér glæný eintök af hinum fræga DeLorean DMC-12 bíl sem frægur varð í Back to the Future myndunum. Framleiddir verða 300 bílar úr þeim lager íhluta sem enn voru til þegar smíði bílsins var hætt árið 1983, svo kaupendur geta treyst því að um eins bíla sé að ræða og framleiddir voru á árunum 1981 til 1983. Framleiðsla bílanna verður í Texas í Bandaríkjunum og ný lög frá árinu í fyrra, “Low Volume Motor Vehicle Manufacturers Act”, leyfa framleiðslu svona eldri bíla án þess að þeir þurfi að fara í gegnum strangt ferli öryggisrannsókna. Það sem áhugasamir verða að gera til að tryggja sér eintak af bílnum sérstaka er að fara á heimasíðu DeLorean, delorean.com og fylla þar út eyðublað og panta sér eintak, en ekki kemur reyndar fram á síðunni hvað slíkt eintak kostar. Núverandi eigendur DeLorean bíla ganga fyrir ef eftirspurn verður meiri en sem nemur þessum 300 eintökum.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent