Teitur er tilbúinn Aron Leví Beck skrifar 17. október 2016 16:20 Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar