Varstu full/-ur? Helga Vala Helgadóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Undanfarin ár hef ég m.a. starfað sem réttargæslumaður brotaþola kynferðisbrota. Hef ég því farið í fjölmargar skýrslutökur hjá lögreglu sem eru eins misjafnar og þær eru margar. Eitt einkennir þó allar, þær eru erfiðar. Þær eru reynsla sem enginn vill þurfa að þola en geta líka verið upphafið að endurreisn brotaþola. Ég reyni eins og ég get að undirbúa brotaþola fyrir skýrslutökur en auðvitað er aldrei nóg gert enda tilefnið alltaf ömurlegt. Eitt vil ég þó segja hér til upplýsinga fyrir alla brotaþola og aðstandendur. Reglulega brýst út mikil reiði vegna spurninga lögreglu varðandi klæðaburð brotaþola og mögulegt ölvunarástand. Látið er að því liggja að um sé að ræða dulbúnar árásir lögreglu á brotaþola um að með því að vera edrú eða alklæddur hefði getað verið hægt að koma í veg fyrir brotið. Þetta er alrangt. Lögreglan er að reyna að fá nákvæma mynd af öllum aðstæðum. Hvernig brotavettvangur var, sakborningur og brotaþoli voru klædd, hvort sakborningur klæddi sig eða brotaþola úr og hvernig það var gert. Eitt lítið smáatriði getur skipt höfuðmáli þegar sanna þarf brot. Spurning um vímuástand brotaþola snýst annars vegar um minni brotaþola og hins vegar um það hvort sakborningur var að níðast á manneskju sem sökum ölvunarástands gat ekki spornað gegn verknaði. Það í sjálfu sér er sérstakt brot og því þarf að kanna þetta allt saman. Þetta er ekki gert af mannvonsku heldur leit að upplýsingum sem geta skipt öllu þegar sanna á að brot hafi verið framið. Þess vegna eru þessar spurningar bornar fram.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Undanfarin ár hef ég m.a. starfað sem réttargæslumaður brotaþola kynferðisbrota. Hef ég því farið í fjölmargar skýrslutökur hjá lögreglu sem eru eins misjafnar og þær eru margar. Eitt einkennir þó allar, þær eru erfiðar. Þær eru reynsla sem enginn vill þurfa að þola en geta líka verið upphafið að endurreisn brotaþola. Ég reyni eins og ég get að undirbúa brotaþola fyrir skýrslutökur en auðvitað er aldrei nóg gert enda tilefnið alltaf ömurlegt. Eitt vil ég þó segja hér til upplýsinga fyrir alla brotaþola og aðstandendur. Reglulega brýst út mikil reiði vegna spurninga lögreglu varðandi klæðaburð brotaþola og mögulegt ölvunarástand. Látið er að því liggja að um sé að ræða dulbúnar árásir lögreglu á brotaþola um að með því að vera edrú eða alklæddur hefði getað verið hægt að koma í veg fyrir brotið. Þetta er alrangt. Lögreglan er að reyna að fá nákvæma mynd af öllum aðstæðum. Hvernig brotavettvangur var, sakborningur og brotaþoli voru klædd, hvort sakborningur klæddi sig eða brotaþola úr og hvernig það var gert. Eitt lítið smáatriði getur skipt höfuðmáli þegar sanna þarf brot. Spurning um vímuástand brotaþola snýst annars vegar um minni brotaþola og hins vegar um það hvort sakborningur var að níðast á manneskju sem sökum ölvunarástands gat ekki spornað gegn verknaði. Það í sjálfu sér er sérstakt brot og því þarf að kanna þetta allt saman. Þetta er ekki gert af mannvonsku heldur leit að upplýsingum sem geta skipt öllu þegar sanna á að brot hafi verið framið. Þess vegna eru þessar spurningar bornar fram.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun