Veigar Páll Gunnarsson mun yfirgefa Stjörnuna en þetta staðfestir hann í samtali við vefmiðilinn 433.is.
Veigar Páll fékk fá tækifæri hjá Stjörnunn í Pepsi-deildinni i í sumar en hann kom við sögu í 17 leikjum og skoraði 5 mörk, þar af tvö í síðustu umferð deildarinnar þegar Stjarnan tryggði sér Evrópusæti.
„Það er rétt, við erum búnir að ákveða að það skilji leiðir hjá mér og Stjörnunni,“ sagði Veigar við 433.is í dag.
Veigar Páll kom heim í Garðabæinn árið 2013 og átti sinn þátt í því þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari árið 2014 eftir æsispennandi rimmu við FH.
„Þetta er í raun bara sameiginleg ákvörðun, við skiljum í virkilega góðu sem er mjög mikilvægt fyrir báða aðila. Stjarnan veit að ég ber taugar til félagsins og er Stjörnumaður. Svona er þetta í fótboltanum, maður veit ekkert hvar maður endar. Við ákváðum að ljúka þessu núna og gera það í góðu, það er mjög jákvætt fyrir mig og Stjörnuna.“
Veigar Páll hefur verið sterklega orðaður við Íslandsmeistara FH sem og aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Haukum sem leikur í Inkasso-deildinni. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvert framhaldið hjá honum verður.
„Ég get ekkert gefið upp við hverja ég hef spjallað. Það eru klúbbar sem hafa sýnt áhuga en ég get ekki sagt hverjir eins og er. Ég er að vona að þetta klárist sem fyrst, um helgina eða á allra næstu dögum.“
Veigar Páll farinn frá Stjörnunni
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Fleiri fréttir
