Bílasala í Evrópu jókst um 7,3% í september Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 11:50 Bílaumferð á Spáni. Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent