Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 63-58 | Stjörnumenn sluppu aftur með skrekkinn Kristinn Geir Friðriksson í Garðabæ skrifar 13. október 2016 21:00 Hlynur Bæringsson í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. Stjarnan vann fimm stiga sigur á ÍR í Ásgarði í kvöld, 63-58, þar sem gestirnir úr Breiðholtinu fóru illa með gott forskot sitt frá því úr fyrri hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan tók á móti ÍR í annarri umferð Domino‘s-deildar karla og þrátt fyrir að heimamenn séu það lið sem flestir spá góðu gengi í vetur tók það verulega á liðið að brjóta á bak aftur sérlega spræka ÍR-inga, sem leiddu nánast allan leikinn. Það voru aðeins 16 sekúndur eftir af leiknum og staðan jöfn, 58-58, þegar Arnþór Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu, sem varð á endanum sigurkarfa leiksins og lokatölur 63-58 heimamönnum í vil. ÍR hafði undirtökin frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir hörð áhlaup Stjörnunnar stóðst liðið prófið allt þar til um fjórar mínútur lifðu leiks. Stjörnumenn sigu framúr á endasprettinum og náðu að setja mikilvægar körfur niður á réttum tíma á meðan ÍR missti tökin á eigin leik, sem hafði gengið glimrandi vel lunga leiks. Munurinn á liðunum var ekki mikill en athygli vakti góður varnarleikur ÍR og gott skipulag lengst af leik. Marvin Valdimarsson og Arnþór áttu flottan seinni hálfleik fyrir heimamenn, með alls 22 stig saman og lykilkörfur þar á meðal. Hjá ÍR voru Matthías Orri Sigurðsson og Hjalti Friðriksson bestu menn en liðið þurfti ögn meiri sóknarþunga undir lokin en engin steig fram fyrir skjöldu og því flosnaði aðeins uppúr leik liðsins á ögurstundu.Hrafn: Vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn „Það er nokkuð erfitt að lýsa því sem fram fór í þessum leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn, en hann var að vonum ánægður með sigurinn en ekki jafn sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir hann. „Við skutum 40 þristum og hittum hverfandi fáum af þeim. Það er til marks um það að við leyfðum þessum skiptingum á skrínum hjá þeim sem einhvern veginn ýtti okkur útúr leiknum og við vorum að skjóta fyrir utan alltof passívir og asnalega einbeittir og þá vissum við að þetta yrði mjög erfitt allt saman,“ sagði Hrafn um hvernig sóknarleikur síns liðs beið afhroðs lunga leiks.“ Fjöldamargir tapaðir boltar Stjörnunnar í fyrri hálfleik gaf vísbendingu um hvernig ástatt var fyrir andlega hlið liðsins og Hrafn sagði um þennan þátt. „Ég vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn þegar liðið vinnur. Ég tek útúr þessum leik að við unnum en ef við ætlum að taka öll okkar tvö stig með þessum hætti þá endumst við ekki út tímabilið og verðum dauðir um áramótin. Einnig vil ég minnast á þátt Eysteins Ævarssonar, orkan sem hann kom með inní seinni hálfleik var drjúg; hann var með puttana í mörgum boltum, var fyrstur í alla bolta ásamt því að skila sér inní öll fráköst; ég vil hafa fimm svona menn inná öllum stundum,“ sagði Hrafn sáttur með sigurinn.Arnþór: Margir geta komið inná og skorað Arnþór Guðmundsson var að vonum keikur eftir sigur sinna manna í Stjörnunni og hafði þetta að segja um leikinn. „Mjög mikilvægt að klára þennan leik og fara inní næsta með erfiðan sigur á bakinu. Við kýldum okkur í gang í þriðja og þeim fór að líða verr í sínum sóknarleik. Við fengum sjálfstraust við þetta og þótt við hittum ekki vel þá vorum við að fá fullt af opnum skotum,“ sagði Arnþór „Njarðvík er næst fyrir okkur og við þurfum að mæta klárir. Við erum hinsvegar með marga góða leikmenn, oftast fimm til sex leikmenn með yfir tíu stig. Við erum samstilltir og margir geta komið inná og skorað,“ sagði sigurreif þriggja stiga skytta leiksins, Arnþór Guðmundsson.Borche: Formið er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað „Ég held að við höfum misst sjálfstraustið undir lokin og vorum ekki nægilega djúpir á bekknum til þess að klára þetta,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR um ástæðuna að liðið hans hélt ekki sama dampi undir lok leiks og það gerði fyrstu þrjá leikhlutana. „Síðasti fjórðungur gekk ekki eins og við lögðum drögin að honum. Við fengum ekki sömu opnanir og því áttum við í erfiðleikum með að finna opin skot og þegar við fundum þau, hittum við ekki. Á varnarendanum misstum svo einbeitinguna og undir lokin var þetta bara eitt skot sem þurfti en okkar tilraunir voru ekki góðar þegar á reyndi. Það vantaði sóknarflæðið,“ sagði Borce og hélt áfram að segja um muninn á ÍR í ár og fyrra. „Við erum með dýpri bekk og erum að vinna mikið. Við einbeitum okkur að varnarleiknum, eins og sást í kvöld og það verður ekki auðvelt fyrir neitt lið að mæta okkur i vetur. Við áttum ekki gott undirbúningstímabil og við þurfum að finna okkar form, sem er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað“ sagði Borce, svekktur en jákvæður á framhaldið.Tweets by @VisirKarfa2 Vísir/ErnirVísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. Stjarnan vann fimm stiga sigur á ÍR í Ásgarði í kvöld, 63-58, þar sem gestirnir úr Breiðholtinu fóru illa með gott forskot sitt frá því úr fyrri hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan tók á móti ÍR í annarri umferð Domino‘s-deildar karla og þrátt fyrir að heimamenn séu það lið sem flestir spá góðu gengi í vetur tók það verulega á liðið að brjóta á bak aftur sérlega spræka ÍR-inga, sem leiddu nánast allan leikinn. Það voru aðeins 16 sekúndur eftir af leiknum og staðan jöfn, 58-58, þegar Arnþór Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu, sem varð á endanum sigurkarfa leiksins og lokatölur 63-58 heimamönnum í vil. ÍR hafði undirtökin frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir hörð áhlaup Stjörnunnar stóðst liðið prófið allt þar til um fjórar mínútur lifðu leiks. Stjörnumenn sigu framúr á endasprettinum og náðu að setja mikilvægar körfur niður á réttum tíma á meðan ÍR missti tökin á eigin leik, sem hafði gengið glimrandi vel lunga leiks. Munurinn á liðunum var ekki mikill en athygli vakti góður varnarleikur ÍR og gott skipulag lengst af leik. Marvin Valdimarsson og Arnþór áttu flottan seinni hálfleik fyrir heimamenn, með alls 22 stig saman og lykilkörfur þar á meðal. Hjá ÍR voru Matthías Orri Sigurðsson og Hjalti Friðriksson bestu menn en liðið þurfti ögn meiri sóknarþunga undir lokin en engin steig fram fyrir skjöldu og því flosnaði aðeins uppúr leik liðsins á ögurstundu.Hrafn: Vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn „Það er nokkuð erfitt að lýsa því sem fram fór í þessum leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn, en hann var að vonum ánægður með sigurinn en ekki jafn sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir hann. „Við skutum 40 þristum og hittum hverfandi fáum af þeim. Það er til marks um það að við leyfðum þessum skiptingum á skrínum hjá þeim sem einhvern veginn ýtti okkur útúr leiknum og við vorum að skjóta fyrir utan alltof passívir og asnalega einbeittir og þá vissum við að þetta yrði mjög erfitt allt saman,“ sagði Hrafn um hvernig sóknarleikur síns liðs beið afhroðs lunga leiks.“ Fjöldamargir tapaðir boltar Stjörnunnar í fyrri hálfleik gaf vísbendingu um hvernig ástatt var fyrir andlega hlið liðsins og Hrafn sagði um þennan þátt. „Ég vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn þegar liðið vinnur. Ég tek útúr þessum leik að við unnum en ef við ætlum að taka öll okkar tvö stig með þessum hætti þá endumst við ekki út tímabilið og verðum dauðir um áramótin. Einnig vil ég minnast á þátt Eysteins Ævarssonar, orkan sem hann kom með inní seinni hálfleik var drjúg; hann var með puttana í mörgum boltum, var fyrstur í alla bolta ásamt því að skila sér inní öll fráköst; ég vil hafa fimm svona menn inná öllum stundum,“ sagði Hrafn sáttur með sigurinn.Arnþór: Margir geta komið inná og skorað Arnþór Guðmundsson var að vonum keikur eftir sigur sinna manna í Stjörnunni og hafði þetta að segja um leikinn. „Mjög mikilvægt að klára þennan leik og fara inní næsta með erfiðan sigur á bakinu. Við kýldum okkur í gang í þriðja og þeim fór að líða verr í sínum sóknarleik. Við fengum sjálfstraust við þetta og þótt við hittum ekki vel þá vorum við að fá fullt af opnum skotum,“ sagði Arnþór „Njarðvík er næst fyrir okkur og við þurfum að mæta klárir. Við erum hinsvegar með marga góða leikmenn, oftast fimm til sex leikmenn með yfir tíu stig. Við erum samstilltir og margir geta komið inná og skorað,“ sagði sigurreif þriggja stiga skytta leiksins, Arnþór Guðmundsson.Borche: Formið er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað „Ég held að við höfum misst sjálfstraustið undir lokin og vorum ekki nægilega djúpir á bekknum til þess að klára þetta,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR um ástæðuna að liðið hans hélt ekki sama dampi undir lok leiks og það gerði fyrstu þrjá leikhlutana. „Síðasti fjórðungur gekk ekki eins og við lögðum drögin að honum. Við fengum ekki sömu opnanir og því áttum við í erfiðleikum með að finna opin skot og þegar við fundum þau, hittum við ekki. Á varnarendanum misstum svo einbeitinguna og undir lokin var þetta bara eitt skot sem þurfti en okkar tilraunir voru ekki góðar þegar á reyndi. Það vantaði sóknarflæðið,“ sagði Borce og hélt áfram að segja um muninn á ÍR í ár og fyrra. „Við erum með dýpri bekk og erum að vinna mikið. Við einbeitum okkur að varnarleiknum, eins og sást í kvöld og það verður ekki auðvelt fyrir neitt lið að mæta okkur i vetur. Við áttum ekki gott undirbúningstímabil og við þurfum að finna okkar form, sem er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað“ sagði Borce, svekktur en jákvæður á framhaldið.Tweets by @VisirKarfa2 Vísir/ErnirVísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira