Grátandi Ólympíumeistari: „Þetta hefur verið versta vika ævi minnar“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:15 Theresa Johaug grætur á blaðamannafundinum í dag. vísir/afp Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira