Kókaínið og þunglyndið hafði betur gegn Fury sem gefur frá sér beltin Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:45 Tyson Fury er ekki lengur handhafi beltanna. vísir/getty Hnefaleikakappinn Tyson Fury er búinn að gefa frá sér WBO og WBA-heimsmeistaratitlana sem hann vann á síðasta ári þegar hann hafði betur gegn Wladimir Klitschko. Hann hefur ekki barist síðast og tvisvar sinnum hætt við endurkomu þegar búið var að skipuleggja næsta bardaga. Þessi 28 ára gamli Breti er búinn að viðurkenna að hann neytir kókaíns til að hjálpa sér að glíma við þunglyndi en Fury gæti misst hnefaleikaleyfið sitt síðar í dag þegar úrskurður breska hnefaleikasambandsins í máli hans liggur fyrir.Sjá einnig:„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“ „Ég hef nú aðra stóra baráttu í mínu lífi og rétt eins og gegn Klitschko mun ég hafa betur. Það er betra fyrir hnefaleikana og bara sanngjarnt að ég gefi frá mér beltin,“ segir Fury í yfirlýsingu sem birtist í morgun. „Ég vann þessa titla í hringnum og mér finnst að þeir eigi að tapast í hringnum. Ég get aftur á móti ekki varið þá á þessari stundu og því tók ég þessa erfiðu ákvörðun að losa mig við heimsmeistaratitlana sem ég elska.“ Fury átti hvort sem er í hættu á að missa beltin en bæði WBO og WBA voru búin að hóta því að taka þau aftur þar sem Fury var ekki búinn að berjast í tæpt ár og hætta tvisvar sinnum við að verja titlana sína. Aðeins eru tíu dagar síðan Fury sagðist vera hættur í hnefaleikum á Twitter. Hann hefur átt mjög erfitt undanfarna daga, meðal annars glímt við geðræn vandamál, og sagði í viðtali við Rolling Stone að vonandi myndi einhver drepa hann áður en hann myndi fremja sjálfsmorð. Box Tengdar fréttir Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00 Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00 Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30 Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31 Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Hnefaleikakappinn Tyson Fury er búinn að gefa frá sér WBO og WBA-heimsmeistaratitlana sem hann vann á síðasta ári þegar hann hafði betur gegn Wladimir Klitschko. Hann hefur ekki barist síðast og tvisvar sinnum hætt við endurkomu þegar búið var að skipuleggja næsta bardaga. Þessi 28 ára gamli Breti er búinn að viðurkenna að hann neytir kókaíns til að hjálpa sér að glíma við þunglyndi en Fury gæti misst hnefaleikaleyfið sitt síðar í dag þegar úrskurður breska hnefaleikasambandsins í máli hans liggur fyrir.Sjá einnig:„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“ „Ég hef nú aðra stóra baráttu í mínu lífi og rétt eins og gegn Klitschko mun ég hafa betur. Það er betra fyrir hnefaleikana og bara sanngjarnt að ég gefi frá mér beltin,“ segir Fury í yfirlýsingu sem birtist í morgun. „Ég vann þessa titla í hringnum og mér finnst að þeir eigi að tapast í hringnum. Ég get aftur á móti ekki varið þá á þessari stundu og því tók ég þessa erfiðu ákvörðun að losa mig við heimsmeistaratitlana sem ég elska.“ Fury átti hvort sem er í hættu á að missa beltin en bæði WBO og WBA voru búin að hóta því að taka þau aftur þar sem Fury var ekki búinn að berjast í tæpt ár og hætta tvisvar sinnum við að verja titlana sína. Aðeins eru tíu dagar síðan Fury sagðist vera hættur í hnefaleikum á Twitter. Hann hefur átt mjög erfitt undanfarna daga, meðal annars glímt við geðræn vandamál, og sagði í viðtali við Rolling Stone að vonandi myndi einhver drepa hann áður en hann myndi fremja sjálfsmorð.
Box Tengdar fréttir Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00 Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00 Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30 Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31 Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00
Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00
Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30
Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31
Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30