Bubbi varar við rafsígarettum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 17:56 Bubbi Morthens, sem sjálfur hefur heldur betur mátt glíma við tóbaksfíknina, segir rafsígarettusölumenn veiða ungt fólk í net sín með allskyns bragðefnum. Bubbi Morthens tónlistarmaður sakar þá sem selja rafsígarettur um siðleysi. Segir að það geri þeir vegna þess að þeir vilji græða og ungt fólk falli fyrir áróðri þeirra. Þeir bjóði uppá allskyns bragðtegundir til að veiða ungt fólk í net sitt og segja svo bara allt í góðu: Ekki svo hættulegt, bara nikótín. Þetta setur Bubbi fram á Facebooksíðu sinni og hafa orð hans kveikt fjörlega umræðu. Magnús R. Einarsson tónlistarmaður bendir á að nikótín sé ávanabindandi og sé þar í flokki með heróíni. En, þó eru ýmsir sem leggja orð í belg sem segja að rafsígaretturnar hafi hjálpað sér til að hætta reykingum. Einn þeirra er Jakob Valby sem segir það jákvæða þróun að fólk sé að hætta að reykja sígarettur og skipta yfir í rafrettur; „ég sjálfur hef gert það og finn þvílíkan mun líkamlega,“ segir Jakob og telur það beinlínis hættulegt að reyna að telja fólki trú um að rafrettur séu jafn hættulegar og sígarettur. En, Bubbi segist ekki vera að tala um það. Bubbi Morthens hefur sjálfur mátt glíma við tóbaksfíknina eins og vart hefur farið fram hjá landsmönnum, en má í því sambandi nefna það þegar hann var myndaður í bíl sínum, við að reykja eftir að hafa þá lýst yfir opinberlega að hann væri hættur slíku. Myndin birtist í tímaritinu Hér og nú og við var hin fræga fyrirsögn „Bubbi fallin“. Hún þótti af hæstarétti ærumeiðandi, þá og var dæmd dauð og ómerk. Ritstjóranum var gert að greiða Bubba 700 þúsund í miskabætur, þá á þeim forsendum að einhverjir gætu misskilið fyrirsögnina og haldið að Bubbi væri fallinn á fíkniefnabindindi. Rafrettur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bubbi Morthens tónlistarmaður sakar þá sem selja rafsígarettur um siðleysi. Segir að það geri þeir vegna þess að þeir vilji græða og ungt fólk falli fyrir áróðri þeirra. Þeir bjóði uppá allskyns bragðtegundir til að veiða ungt fólk í net sitt og segja svo bara allt í góðu: Ekki svo hættulegt, bara nikótín. Þetta setur Bubbi fram á Facebooksíðu sinni og hafa orð hans kveikt fjörlega umræðu. Magnús R. Einarsson tónlistarmaður bendir á að nikótín sé ávanabindandi og sé þar í flokki með heróíni. En, þó eru ýmsir sem leggja orð í belg sem segja að rafsígaretturnar hafi hjálpað sér til að hætta reykingum. Einn þeirra er Jakob Valby sem segir það jákvæða þróun að fólk sé að hætta að reykja sígarettur og skipta yfir í rafrettur; „ég sjálfur hef gert það og finn þvílíkan mun líkamlega,“ segir Jakob og telur það beinlínis hættulegt að reyna að telja fólki trú um að rafrettur séu jafn hættulegar og sígarettur. En, Bubbi segist ekki vera að tala um það. Bubbi Morthens hefur sjálfur mátt glíma við tóbaksfíknina eins og vart hefur farið fram hjá landsmönnum, en má í því sambandi nefna það þegar hann var myndaður í bíl sínum, við að reykja eftir að hafa þá lýst yfir opinberlega að hann væri hættur slíku. Myndin birtist í tímaritinu Hér og nú og við var hin fræga fyrirsögn „Bubbi fallin“. Hún þótti af hæstarétti ærumeiðandi, þá og var dæmd dauð og ómerk. Ritstjóranum var gert að greiða Bubba 700 þúsund í miskabætur, þá á þeim forsendum að einhverjir gætu misskilið fyrirsögnina og haldið að Bubbi væri fallinn á fíkniefnabindindi.
Rafrettur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira