Innlent

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Perlunni frá og með sunnudegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Perlan verður opin alla daga frá 10 til 22 frá og með næstkomandi sunnudegi og fram að kosningum.
Perlan verður opin alla daga frá 10 til 22 frá og með næstkomandi sunnudegi og fram að kosningum. vísir/gva
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 29. október 2016, hófst við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 21. september síðastliðinn.

Frá og með næstkomandi sunnudegi, 16. október, færist atkvæðagreiðslan hins vegar í Perluna í Öskjuhlíð og mun þá eingöngu fara fram en opið verður alla daga milli klukkan 10 og 22.

Á kjördag, laugardaginn 29. október, verður opið í Perlunni milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninganna á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra eru eftirfarandi samkvæmt tilkynningu frá sýslumanni:

Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík

Mánudaginn 10. október, kl. 13:00-15:30.

Skjól, Reykjavík

Mánudaginn 10. október, kl. 13:00-15:30.

Skógarbær, Reykjavík

Þriðjudaginn 11. október, kl. 15:30-17:00.

Droplaugarstaðir, Reykjavík

Þriðjudaginn 11. október, kl. 15:00-16:30.

Seljahlíð, Reykjavík

Miðvikudaginn 12. október, kl. 15:30-17:30.

Hrafnista, Kópavogi

Miðvikudaginn 12. október, kl. 15:30-17:00.

Vík, Kjalarnesi, Reykjavík

Fimmtudaginn 13. október, kl. 13:00-14:00.

Hlaðgerðarkot, Mosfellsbæ

Fimmtudaginn 13. október, kl. 15:00-17:00.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot, Reykjavík

Fimmtudaginn 13. október, kl. 15:00-18:00.

Eir við Hlíðarhús, Reykjavík

Föstudaginn 14. október, kl. 13:00-16:00.

Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ

Föstudaginn 14. október, kl. 13:00-15:00.

Landspítalinn Vífilsstöðum, Garðabæ

Föstudaginn 14. október kl. 15:30-16:30.

Hrafnista, Reykjavík

Laugardaginn 15. október, kl. 11:00-15:00.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík

Laugardaginn 15. október, kl. 11:00-15:00.

Mörkin, Reykjavík

Laugardaginn 15. október, kl. 11:00-14:00.

Landspítalinn Kleppsspítali, Reykjavík

Mánudaginn 17. október, kl. 15:00-16:00.

Sunnuhlíð, Kópavogi

Þriðjudaginn 18. október, kl. 15:00-17:00.

Landspítalinn Grensásdeild, Reykjavík

Þriðjudaginn 18. október, kl. 16:30 -18:00.

Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ

Miðvikudaginn 19. október, kl. 15:00-16:00.

Sólvangur, Hafnarfirði

Miðvikudaginn 19. október, kl. 13:00-14:30.

Hrafnista, Hafnarfirði

Miðvikudaginn 19. október, kl. 13:30- 17:30.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi, Reykjavík

Fimmtudaginn 27. október, kl. 13:00-16:00.

Líknardeildin í Kópavogi

Föstudaginn 28. október, kl. 15:30-17:00.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut, Reykjavík

Föstudaginn 28. október, kl. 14:00-17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×