Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna á vegum Félags stjörnufræðinga í Bandaríkjunum (AAS). Þar segir að aðdráttarafl jarðarinnar muni grípa loftsteininn og hann gangi í kjölfarið á braut umhverfis plánetuna frá 29. september til 25. nóvember áður en hann snýr aftur til smástirnabeltis síns.
Að sögn Carlos de la Fuente Marcos, prófessors við Complutense-háskóla í Madríd, er loftsteinninn frá Arjuna-smástirnabeltinu sem fylgir svipaðri sporbraut og Jörðin. Hann sagði að sum smástirnin í Arjuna-beltinu geti komið í allt að 4,5 kílómetra nálægð við Jörðina. Fari slík smástirni nógu hægt, þ.e. í kringum 3.540 km/klst, geta þau orðið tímabundin tungl.
Þvermál smástirnisins er einungis tíu metrar sem er töluvert minna en 3.474 kílómetra þvermál hins venjulega tungls. Venjulegir sjónaukar munu ekki geta séð smátunglið en sjónaukar atvinnustjörnufræðinga ættu að geta séð það.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem smátungl af þessu tagi fer á sporbrautum jörðina, að sögn vísindamannanna gerðist það árin 1981 og 2022 og telja þeir að það muni næst gerast árið 2055.