Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 13:07 Bræðurnir sameinaðir að nýju, Roger til vinstri og Luis Armando til hægri, 73 árum eftir að þeim síðarnefnda var rænt. Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári. Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári.
Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira